Before contacting us, please check out the frequently asked questions
Hægt er að sækja um námslán á vefsíðu Menntasjóðsins. Stúdentaráð hvetur alla þá sem sækja um námslán að kynna sér úthlutunarreglur Menntasjóðsins fyrir fram.
Allar frekari upplýsingar um Menntasjóðinn og námslán má fá á heimasíðu Menntasjóðsins eða hjá lánasjóðsfulltrúa.
Sækja skal sérstaklega um námslán fyrir hvert aðstoðarár.
Umsóknarfrestir eru eftirfarandi:
Lán fyrir haustmisseri 2020: til og með 1. september 2020
Lán fyrir vormisseri 2021: til og með 5. janúar 2021
Lán fyrir sumarmisseri 2021: til og með 1. júní 2021
Almenn skilyrði eru:
Hægt er að lesa nánar um skilyrðin í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.
Að taka námslán vegna náms á Íslandi
Almenn skilyrði eru:
Rétt á námsaðstoð vegna náms á Íslandi á námsmaður sem uppfyllir almenn skilyrði (Hver fær að taka námslán) ásamt því að uppfylla eitt eftirtalinna skilyrða:
Heimilt er í úthlutunarreglum að mæla nánar fyrir um skilyrði fyrir aðstoð vegna náms á Íslandi, t.d. lágmarksvinnuframlag til að teljast launþegi eða sjálfstætt starfandi.
Hægt er að lesa nánar um skilyrðin í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.
Að taka námslán vegna náms erlendis
Almenn skilyrði eru:
Rétt á námsaðstoð vegna náms erlendis á stúdent sem uppfyllir almenn skilyrði (Hver fær að taka námslán?) og eitthvert skilyrða um námsaðstoð á Íslandi (Hver fær að taka lán á Íslandi?) ásamt því að uppfylla öll eftirtalin skilyrði:
Hægt er að lesa nánar um skilyrðin í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.
Hver stúdent getur fengið námslán fyrir allt að 480 ECTS einingum samanlagt með þeim takmörkunum sem leiðir af skiptingu lánsréttar milli námsstiga.
Stúdent á rétt á láni fyrir 180 ECTS-einingum í grunnnámi
Stúdent á rétt á láni fyrir 120 ECTS-einingum í meistaranámi eða sambærilegu námi að loknu þriggja ára háskólanámi skv. skipulagi skóla samþykktur af stjórn sjóðsins
Stúdent á rétt á láni fyrir 60 ECTS-einingum í doktorsnámi
Að auki á hver stúdent rétt á láni fyrir 120 ECTS-einingum til viðbóta að eigin vali grunn-, meistara– og doktorsstigi.
Hægt er að lesa nánar um lánshæfar einingar í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.
Frítekjumarkið er hversu mikið stúdent má þéna áður en námslánið hans skerðist. 45% tekna stúdents yfir árið umfram 1.364.000 kr koma til frádráttar á námsláni.
Frítekjumark Menntasjóðsins er 1.364.000 kr á námsárinu 2020-2021.
Vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu á árinu 2020 verður heimilt að fimmfalda frítekjumark stúdents sem kemur af atvinnumarkaði enda liggi fyrir að hann hafi ekki verið í námi s.l. 6 mánuði.
Hægt er að lesa nánar um frítekjumarkið í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.
Ef námsmaður uppfyllir ekki skilyrði LÍN um lágmarks námsframvindu á misseri eða önn getur hann sótt um undanþágu vegna þeirra aðstæðna sem hér eru tilgreindar. Þá miðast lánsréttur við 22 ECTS einingar á misseri.
Hægt er að sækja um undanþágu vegna:
Hægt er að lesa nánar um undanþágurnar í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.
Námslánin eru verðtryggð en safna ekki vöxtum meðan á námi stendur. Vextir reiknast út frá námslokum.
Lántakar geta við námslok valið um hvort þeir breyti láni sínu í óverðtryggt lán.
Vaxtaþakið á verðtryggðum lánum er 4%.
Vaxtaþakið á óverðtryggðum lánum er 9%.
Hægt er að lesa nánar um vaxtakjör í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.
Endurgreiðslur hefjast einu ári eftir námslok (þegar stúdent hættir að taka lán).
Fresta má byrjun á endurgreiðslum að hámarki í fjögur ár frá því að fyrsta aðstoð hjá sjóðnum var veitt, stundi stúdent áfram lánshæft nám án þess að taka námslán.
Endurgreiðslutími námslána er háður lántökufjárhæð (á við um verðtryggð lán) en skulu almennt vera að fullu greidd á því ári þegar lánþegi nær 65 ára aldri.
Hægt er að lesa nánar um endurgreiðslur í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.
Endurgreiðslur námslána skulu greiddar mánaðarlega fyrsta dag hvers mánaðar.
Endurgreiðslur skiptast í annars vegar jafngreiðslulán (þar sem endurgreiðslutími fer eftir fjárhæð lánsins) og hins vegar tekjutengd lán (þar sem endurgreiðsla fer eftir tekjum lántaka, þó með ákveðinni fastri lágmarksupphæð).
Lántaka er aðeins heimilt að velja tekjutengda endurgreiðslu ef námslok eru áður eða á því ári er 35 ára aldri er náð.(Bráðabirgðaákvæði: 40 ára til 2023).
ATH. Sjálfkrafa er gert ráð fyrir jafngreiðslulánum, því þarf að velja sérstaklega tekjutengd lán ef stúdent hyggst endurgreiða lánið sitt á þá vegu.
Hægt er að lesa nánar um endurgreiðslur í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.
Ef lántaki lýkur námi á þeim tíma sem skipulag námsins gerir ráð fyrir þá á hann rétt á námsstyrk.
Námsstyrkurinn nemur 30% niðurfærslu á höfuðstól námslánaskuldarinnar ásamt verðbótum á þeim degi þegar námi lýkur.
Námsmenn hafa svigrúm til seinkunar í námi án þess að réttur til námsstyrks skerðist og er eftirfarandi:
Hægt er að lesa nánar um námsstyrkinn í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.
Stúdent á rétt á styrk til framfærslu barns undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri á mánuði ef hann uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
Fjárhæð styrks fyrir hvert barn á framfæri stúdents er kr 5.340 fyrir hverja lokna ECTS-einingu.
Stúdent á rétt á styrk vegna meðlags sem hann greiðir svo sannanlegt sé vegna barna undir 18 ára aldri. Fjárhæð styrks vegna meðlags er kr. 5.340 fyrir hverja lokna ECTS-einingu fyrir hvert barn sem stúdent sannanlega greiðir meðlag með.
Stúdent fær ekki styrk með barni/börnum nema hann fari með forsjá barns eða að hann greiði meðlag með barni. Ekki er heimilt að greiða bæði styrk vegna framfærslu og styrk vegna meðlags til sama stúdents vegna sama barns.
Hægt er að lesa nánar um barnastyrki í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.
Telji stúdent að afgreiðsla á umsókna hans um námslán hafi ekki verið í samræmi við lög og/eða reglur stendur honum til boða að senda erindi á stjórn Menntasjóðsins og óska eftir því að stjórnin endurskoði ákvörðun sjóðsins.
Um þetta er fjallað nánar í 17. kafla úthlutunarreglna Menntasjóðsins sem fjallar um vafamál. Þar kemur meðal annars fram að eitt af hlutverkum stjórnar Menntasjóðsins er að skera úr vafamálum er varða einstaka lántaka ásamt öðrum málum. Ef stúdent sættir sig ekki heldur við ákvörðun stjórnar og rökstuðning fyrir henni er honum heimilt að áfrýja niðurstöðunni til málskotsnefndar Menntasjóðsin.
Málskotsnefndin starfar samkvæmt starfsreglum sem finna má í reglugerð nr. 079/1998.
Lánasjóðsfulltrúi SHÍ er boðinn og búinn til þess að leiðbeina og aðstoða námsmenn við mál er varða Menntasjóðinn eftir bestu getu.
Þú getur sent okkur póst á shi@hi.is ef þú vilt senda inn fyrirspurn eða bóka tíma, komið í heimsókn á skrifstofuna sem er á 3.hæð á Háskólatorgi, beint fyrir ofan Bóksölu stúdenta, eða hringt í síma 570-0850. Skrifstofan er opin á milli 9 og 17 alla virka daga.
Stúdentar eiga rétt á að sjá og fá afrit af gömlum prófum biðji þau um það.
Þá dugar ekki ef hluti prófasafnsis sé birtur, t.d. frá 2007-2009, eða einungis hluti af prófunum sjálfum, t.d. forsíður prófanna. Öll gömul próf eiga að vera birt biðji nemendur um það.
Kennari ræður þó hvar prófin eru birt og þá þarf t.d. ekki að birta þau á Uglunni eða Canvas. Meginreglan er þó sú að það þarf að gefa stúdentum bæði óheftan aðgang að gögnunum og leyfi til að taka afrit.
Allir stúdentar eiga rétt á að fá útskýringar frá kennara á mati skriflegrar úrlausnar sinnar innan 15 daga frá birtingu einkunnar. Ákveðnar undantekningar geta heimilað að fá þær útskýringar fyrr, t.d. ef stúdent er að brautskrást. Kennari getur einnig haldið prófsýningu fyrir alla nemendur námskeiðs.
Einkunnaskil úr prófum eða verkefnum eru tvær vikur eftir hver einustu skil, en þrjár vikur á prófatímabili í desember. Undantekningar geta gilt um þetta eins og annað.
Fylltu inn spurninguna þína hér og við svörum þér persónulega
Hafðu samband