Önnur félög innan Háskóla Íslands
Hér birtist listi yfir önnur félög innan Háskólans. Ef þitt félag birtist ekki eða upplýsingarnar eru rangar sendið okkur póst á shi@hi.is.
Háskóla Ræktin
Íþróttahús Háskóla Íslands við Sæmundargötu er opið öllum nemendum og starfsfólki gegn vægu gjaldi. Í boði eru skipulagðir tímar í sal samkvæmt stundatöflu og aðstaða í tækjasal. Einnig geta hópar leigt íþróttasalinn fyrir boltaíþróttir eða aðra íþróttatengda viðburði.
- Gufubað er í kjallara íþróttahússins.
- Árskort í Háskólaræktina er 9.000 kr.
- Nánar um Háskólaræktina hér
Háskóladansinn
Háskóladansinn er dansflokkur innan Háskóla Íslands. Þau hittast reglulega og taka saman hressilegt Boogie Woogie, hip-hop, lindy hop, salsa og swingað rokk og ról.
Á vegum félagsins eru haldin regluleg námskeið, gegn vægu verði fyrir stúdenta að sjálfsögðu. Félagið heldur úti heimasíðunni þeirra en eru einnig á Facebook þar sem helstu upplýsingar um samtökin er að finna, sem og tæknilegar upplýsingar, skráningu á námskeið og fleira í þeim dúr.
Forseti félagsins er Hrafnhildur Olga Hjaltadóttir, hægt er að hafa samband á haskoladansinn@haskoladansinn.is
University Student Theatre
Stúdentaleikhúsið samanstendur af gjörningaóðum og leikglöðum stúdentum sem setja upp tvær leiksýningar á hverju skólaári.
Í Stúdentaleikhúsinu er alls konar fólk – þó flest eigi það sameiginlegt að vera ofurlítið athyglissjúkir stúdentar við HÍ (þó eina skilyrðið fyrir inngöngu sé að vera búin/n/ið með framhaldsskólapróf).
Þetta iðandi og unga áhugaleikhús hefur þótt ansi kröftugt og fengið góða dóma fyrir áhugamannaleiksýningar sínar. Meðlimir Stúdentaleikhússins fara oft í frekara listnám og margir fyrrverandi meðlimir Stúdentaleikhússins vinna í dag við leiklist eða í leikhúsum.
Á síðu Stúdentaleikhússins má finna allar upplýsingar um félagið.
Háskólakórinn
Háskólakórinn sér um kórastarf innan Háskóla Íslands. Þar fá söngelskir stúdentar tækifæri til að kynnast öðru tónlistar áhuga fólki og tækifæri til að syngja opinberlega. Í kórnum eru reglulegar æfingar og troðið er upp við hvert tækifæri.
Háskólakórinn er á Facebook
Einnig er starfrækur Kvennakór Háskóla Íslands og upplýsingar um hann má finna hér.
Hugrún, geðfræðslufélag
Hugrún, geðfræðslufélag var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Í dag taka fjölmargir nemendur úr Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri einnig þátt í starfsemi félagsins. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund.
Forseti félagsins er Karen Geirsdóttir og er hægt að hafa samband á hugrunhugur@gmail.com
Q – félag hinsegin stúdenta
Q – félag hinsegin stúdenta er hagsmunafélag innan háskólasamfélagsins. Félagið vinnur að félagsstarfi og hagsmunabaráttu hinsegin stúdenta og að virðing sé borin fyrir margbreytileika innan háskólasamfélagsins. Forseti félagsins er Vallý Hirst Baldurs, hægt er að hafa samband á forseti@queer.is
Ada, Hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ
Ada vill skapa vettvang fyrir konur í upplýsingatækni við Háskóla Íslands, vera öruggt umhverfi til þess að mynda tengsl, deila reynslu og styðja hvor aðra. Hafðu samband á ada.felag@gmail.com
Alpha Omega, félag kristinna stúdenta
Alpha Omega er félag kristinna stúdenta við Háskóla Íslands. Forseti félagsins er Rebecca Rose
FEDON, Félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands
FEDON vinnur að hagsmunamálum doktorsefna og nýrannsakenda við Háskóla Íslands. Forseti félagsins er Katrín Ólafsdóttir. Hægt er að hafa samband við félagið hjá fedonhi@gmail.com
Femínistafélag Háskóla Íslands
Femínistafélag Háskóla Íslands er þverpólitískt félag háskólanema sem vilja berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Forseti félagsins er Rökkvi Hlér Ágústsson. Hægt er að hafa samband við félagið á studentfemmi@gmail.com
ELSA Ísland – European Law Students' Association á Íslandi
ELSA Iceland er Íslandsdeild sambands evrópskra laganema. Forseti félagsins er Kristinn Snær Guðmundsson, hægt er að hafa samband við fálegið á president@is.elsa.org
Ex Deus bænahópur (Prayer group)
Ex Deus er bænahópur. Forseti félagsins er Elliot Jones, hægt er að hafa samband á exdeusiceland@gmail.com
Réttvís
Réttvís er félagsskapur laganema og nýútskrifaðra lögfræðinga með þann tilgang að miðla þekkingu um lögfræðileg álitaefni á mannamáli. Forseti félagsins er Jónas Már Torfason
Team Spark - Formula Student Iceland
Team Spark, hannar, smíðar og þróar rafknúina kappakstursbíla og keppir í formúlukeppnum stúdenta fyrir hönd Háskóla Íslands. Forseti félagsins er Ásbjörn Eðvaldsson. Hægt er að hafa smaband á teamspark@teamspark.is