Leiðbeiningar til nýnema

Hér er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur sem eru að hefja nám í Háskóla Íslands.

Office 365

Hér getur þú halað niður ókeypis útgáfu af Microsoft Word, Excel, PowerPoint, Teams, Outlook, OneDrive, OneNote, Planner, Access og Skype for buisness.

Húsnæði

Félagsstofnun Stúdenta er sjálfseignarstofnun sem sér um alla stúdentagarðana við Háskóla Íslands. Allir nemendur Háskóla Íslands hafa aðgang að þjónustunni. Markmið FS er að bjóða stúdentum við Háskóla Íslands til leigu hentug og vel staðsett húsnæði af ýmsum stærðum og gerðum á sanngjörnu verði.

Einnig er hægt að hafa samband við Byggingafélag Námsmanna, þau bjóða uppá stúdentaíbúður á höfuðborgarsvæðin en einnig í öðrum hverfum.

Þráðlaust net á háskólasvæðinu (eduroam)

Til þess að nýta þér þráðlaust net á háskólasvæðinu þarftu að tengjast eduroamHér eru upplýsingar um hvernig þú tengist þráðlausa netinu.

Prentkvóti

Til þess að geta prenta út í Háskóla Íslands þarftu prentkvóta. Hægt er að kaupa prentkvóta hjá þjónustuborðinu á Háskólatorgi eða í Uglunni. Ítarlegri upplýsingar um kaup á prentkvóta má nálgast hér.

Að prenta út svart-hvítt kostar 1 prent einungu.

Að prenta út í lit lostar 5 prent einingar.

Hægt er að prenta út í lit í tölvustofunni á Háskólatorg, Árnagarði og í Stakkahlíð. Leiðbeiningar um litaprentun má finna hér.

Hópaaðstæður

Í Háskóla Íslands geta hópar safnað sér saman og unnið að verkefnum í hinum ýmsu byggingum, gott hópaaðgengi er í á annari og þriðju hæð í Odda, Gimli og á Háskólatorgi. Einnig er hópa aðstaða í vinnuherbergi fyrir utan Stúdentakjallarann.

Þjóðarbókhlaðan býður stúdentum einnig upp á hópavinnuherbergi endurgjaldslaust. Á annarri hæð eru 16. hópavinnuborð fyrir litla eða stóra hópa. Hægt er svo að bóka hópavinnu herbergi á 3. og 4. hæð safnsins hér, herbergin henta 6-10 manns og eru einnig endurgjaldslaus.

Háskólaræktin

Háskólaræktin er eflaust ódýrasta rækt landsins, þar sem árskortið er aðeins á 10,000 kr. Kortin eru seld á þjónustuborðinu á Háskólatorgi og gilda þau í alla auglýsta tíma í íþróttasal, í tækjasal og gufubað.

Ræktin er opin á mánudögum – föstudags frá kl. 07:00 – 22:00 og á laugardögum kl. 08:00 – 18:00. Íþróttahúsið er alla jafna lokað á hátíðisdögum, yfir jól og áramót og 6 vikur á miðju sumri

Einnig geta hópar leigt íþróttasalinn á 2.500 / 3.500 kr. fyrir 45 mínútur í senn. Umsjón með bókunum hefur Birna Úlfarsdóttir, birnul@hi.is.

Stúdentakortið

Stúdentakortið getur þú notað sem auðkennis- og afsláttakort en einnig er hægt að sækja um útgáfu sem veitir aðgang að einni byggingu Háskólans eftir lokun.

Sótt er um kortið á þjónustuborðinu á Háskólatorgi eða í Uglunni (á Uglan mín –> Stúdentakort).

Yfirlit yfir afslættina sem er hægt að nýta sér með framvísun stúdentakortsins má sjá hér.

Afslættir

Stúdentar við Háskóla Íslands hafa aðgang að allskyns afsláttum og kjörum með því að framvísa Stúdentakortinu sínu. Afslættina má sjá hér.

Þó að afslátturinn standi ekki hér, þá mælum við alltaf með því að spyrja hvort að fyrirtækið bjóði uppá Stúdenta afslátt, þeir eru algengari en þig grunar!

Matur á háskólasvæðinu

Háma býður stúdentum hér og þar um háskólasvæðið upp á mat og drykk á kjarakaupum. Þar sem Háma er í eigu FS, þá er hún rekin á núlli og stendur aðeins undir kostnaði. Háma er staðsett á Háskólatorgi, í Stakkahlíð, Háskólabíói, Tæknigarði, Læknagarðir, Eirbergi, Odda og Öskju. Háma salatbar er á Háskólatorgi.

Háma á Háskólatorgi og Tæknigarði bjóða stúdentum upp á tvo mismunandi hádegisverði á milli kl. 11.30 – 13.30 alla virka daga (einn réttur er alltaf vegan). Í Læknagarði er boðið upp á einn heitan rétt. Á öllum útsölustöðum Hámu er hægt að fá súpu alla virka daga. Þar sem tvær súpur eru í boði er önnur vegan.

Stúdentar sem framvísa Stúdentakortinu fá afslátt af rétti dagsins og súpu dagsins í Hámu við framvísun þess. Einnig fá þeir afslátt af öllum kaffikortum.

Stéttarfélög

Flest stéttarfélög veita stúdentum endurgreiðslu á skrásetningargjaldinu. Ef þú vinnur að hluta til eða hefur borgað í stéttarfélag með sumarvinnu gætir þú átt rétt á þessum styrk. Þú gætir einnig átt rétt á íþrótta-, gleraugna- og/eða styrk fyrir lækniskostnað. Hafðu samband við þitt stéttarfélag og kannaðu möguleikan á því að fá endurgreiðslur og styrki.

Tengslatorg Háskóla Íslands

Tengslatorg Háskóla Íslands er vettvangur sem tengir saman stúdenta og atvinnulífið. Þar getur þú fundið þér hlutastarf með skóla, sumarstarf eða mögulegt framtíðarstarf! Til þess að sækja um starf þurfa stúdentar við Hí að skrá sig í gegnum Uglu.

Nemendafélög

Athugaðu hvort að þitt nám sé ekki með virkt nemendafélag, listi yfir öll virk nemendafélög má sjá hér.