Sækja um lán
Lán frá Menntasjóðnum
Stúdentar geta sótt um lán hjá Menntasjóðnum í gegnum ,,Mitt Lán” á heimasíðu Menntasjóðsins (www.menntasjodur.is).
Þar er einnig hægt að fylgjast með stöðu umsókna, skoða lánsáætlun og sjá gátlista yfir gögn sem þurfa að fylgja umsóknum.
Mikilvægt er að sækja um námslán fyrir hvert námsár og þarf að velja allar annir sem námsmaður hyggst stunda nám á.
Umsóknarfrestir á námsárinu 2023-2024 eru eftirfarandi:
Haustönn 2023: Til og með 15. október 2023.
Vorönn 2024: Til og með 15. janúar 2024.
Sumarönn 2024: Til og með 15. júní 2024.
Athugið að umsókn sem berst eftir að umsóknarfrestur er liðinn verður sjálfkrafa hafnað.
Fleiri upplýsingar um námslán má nálgast á algengar spurningar á heimasíðu Menntasjóðsins.