Félag háskólakvenna, íþróttafélag og leiklistafélag stúdenta stofnað. Grunnur settur að fyrsta stúdentagarðinum.
Félag háskólakvenna og kvenstúdenta stofnað 7. apríl. Þann dag komu sex konur saman í Reykjavík, að frumkvæði dr. Bjargar C. Þorláksson, og stofnuðu félag íslenskra háskólakvenna. Fyrsta verkefnið var að sækja um inntöku í alþjóðafélagsskap háskólakvenna sem hafði verið formlega stofnaður 11. júlí 1919.
Íþróttafélag háskólans stofnað 21. janúar en þótt starfsemi þess sé lítil í dag á félagið að baki íslandsmeistaratitla bæði í blaki og körfuknattleik.
Leikfélag stúdenta stofnað 23. febrúar fyrir forgöngu fjögurra fyrrverandi forvígismanna leiklistar í Menntaskólanum í Reykjavík á árunum 1921-1925, Lárusar Sigurbjörnssonar, Ólafs Þorgrímssonar, Guðna Jónssonar og Þorsteins Ö. Stephensen. Stofnendur félagsins voru 45 að tölu.
Sjálfboðaliðar í grunni fyrirhugaðs stúdentagarðs á Skólavörðuholti. Á myndinni er Magnús Jónsson,
dósent í Guðfræðideild (þá settur prófessor), ásamt nemendum sínum.