14. mars, 2023
Framboð til Stúdentaráðs 2023
Kosningar til stúdentaráðs fara fram miðvikudaginn 22. og fimmtudaginn 23. mars næstkomandi. Þar munu nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráði til eins árs. Kosningarnar eru rafrænar og fara frá á Uglunni. Opnunartími kosningakerfis á Uglu verður frá kl. 09:00 þann 22. mars til kl. 18:00 þann 23. mars.
Framboðsfrestur var til kl. 18:00 þann 12. mars. Tveir framboðslistar bjóða fram á öllum sviðum en að auki býður eitt einstaklingsframboð fram á Hugvísindasviði.
Framboð til Stúdentaráðs 2023 eru eftirfarandi:
Félagsvísindasvið
Röskva
- Arna Dís Heiðarsdóttir, stjórnmálafræði
- Emilía Björt Írisardóttir Bachmann, lögfræði
- Kristmundur Pétursson, félagsráðgjöf
- Lars Davíð Gunnarsson, viðskiptafræði
- Katha Aþena G. Þorsteinsdóttir, félagsfræði
Vaka
- Daníel Hjörvar Guðmundsson, lögfræði
- Júlíus Viggó Ólafsson, hagfræði
- Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræði
- Magnús Daði Eyjólfsson, viðskiptafræði
- Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir, félagsráðgjöf
Heilbrigðisvísindasvið
Röskva
- Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsdóttir, sálfræði
- Daníel Thor Myer, læknisfræði
- Kristrún Vala Ólafsdóttir, hjúkrunarfræði
Vaka
- Elísabet Sara Gísladóttir, lífeindafræði
- Margrét Hörn Jóhannsdóttir, næringarfræði
- Magnús Geir Kjartansson, lífeindafræði
Hugvísindasvið
Einstaklingsframboð
Daníel Daníelsson, ritlist
Röskva
- Guðni Thorlacius, heimspeki
- Júlía Karín Kjartansdóttir, íslenska
- Steinunn Kristín Guðnadóttir, enska
Vaka
- Magnús Orri Magnússon, heimspeki
- Gunndís Eva Reykdal Baldursdóttir, margmiðlunarfræði
- Sólveig Franklínsdóttir, guðfræði
Menntavísindasvið
Röskva
- Tanja Sigmundsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræði
- Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, grunnskólakennsla með áherslu á erlend tungumál
- Lena Stefánsdóttir, þroskaþjálfafræði
Vaka
- Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa, tómstunda- og félagsmálafræði
- Sveinn Ægir Birgisson, grunnskólakennsla með áherslu á stærðfræði
- Alex Elí Schweitz Jakobsson, tómstunda- og félagsmálafræði
Verkfræði – og náttúruvísindasvið
Röskva
- María Rós Kaldalóns, hugbúnaðarverkfræði
- Davíð Ásmundsson, verkfræðileg eðlisfræði
- Fjóla María Sigurðardóttir, jarðeðlisfræði
Vaka
- Eiður Snær Unnarsson, umhverfis- og byggingarverkfræði
- Þorri Jökull Þorsteinsson, vélaverkfræði
- María Árnadóttir, vélaverkfræði