26. janúar, 2026
Test IS news no translation
Langar þig að vera ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar eða á sviði barna og ungmenna? Lestu þá lengra!
Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, annars vegar á sviði sjálfbærrar þróunar og hins vegar á sviði barna og ungmenna. Stúdentaráð Háskóla Íslands er aðildarfélag að LUF og getur sem slíkt boðið fram einn fulltrúa í umboði Stúdentaráðs. Leiðtogaráð LUF kýs svo á milli tilnefninga aðildarfélaganna á fundi ráðsins þann 24. nóvember nk.

