25. nóvember, 2022

Fulltrúar stúdenta á Háskólaþingi 18. nóvember sl.

Stúdentar áttu 10 fulltrúa, ásamt tveimur fulltrúum úr háskólaráði, á Háskólaþingi sem fram fór föstudaginn 18. nóvember sl.

Á þinginu voru m.a. sjálfbærniáherslur stefnu Háskóla Íslands 2021-2026, HÍ26, til umræðu og fyrsta sjálfbærniskýrsla Háskóla Íslands kynnt. Þá var einnig rætt um skipulag, framkvæmdir og samgöngur á háskólasvæðinu og farið yfir þróunaráætlun svæðisins.

Stúdentaráð lýsir yfir ánægju með áherslumál þingsins enda eru þau stúdentum hugleikin og spila veigamikið hlutverk í framtíðarsýn Stúdentaráðs á háskólasvæðið. U-passinn hefur verið baráttumál Stúdentaráðs um árabil og því er áætlun um innleiðingu hans, sem tilkynnt var um á þinginu, mikið fagnaðarefni fyrir stúdenta sem og áætlanir um uppbyggingu hjólaskýla á háskólasvæðinu. 

Stúdentaráð mun halda áfram að þrýsta á að sjálfbærni-, samgöngu- og skipulagsmálum verði gert hátt undir höfði með sjálfbærara háskólasamfélagi að markmiði.

Deila

facebook icon
linkedin icon