5. april, 2023
Kjörfundur Stúdentaráðs 19. apríl 2023
Kosningar til Stúdentaráðs fóru fram 22. og 23. mars sl. og má nálgast niðurstöður kosninga á heimasíðu ráðsins.
Í kjölfar kosninga kýs Stúdentaráð sér fulltrúa til starfa á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs, ásamt því að kjósa í önnur embætti ráðsins á sérstökum kjörfundi. Kjörfundur verður haldinn 19. apríl kl. 17:00 í O-101. Fundir Stúdentaráðs eru opnir öllum skv. a-lið 9. gr. laga Stúdentaráðs.
Mögulegt er að gefa kost á sér í embætti forseta, varaforseta, hagsmunafulltrúa og lánasjóðsfulltrúa á skrifstofu Stúdentaráðs. Einnig í fastanefndir og önnur embætti á vegum Stúdentaráðs. Þau sem kjörin eru á kjörfundi taka við störfum á skiptafundi, sbr. 4. gr. laga Stúdentaráðs. Kjörgengir til þessara embætta eru öll þau sem hafa verið skráð til náms við Háskóla Íslands á síðustu þremur árum, á undan sérstökum kjörfundi.
Embætti sem kosið er í á skrifstofu Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:
- Forseti Stúdentaráðs
- Varaforseti Stúdentaráðs
- Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs
- Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs
Nefndir Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:
- Fjórir fulltrúar skulu kjörnir í fjármála- og atvinnulífsnefnd, alþjóðanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, fjölskyldunefnd, félagslífs- og menningarnefnd og lagabreytinganefnd.
- Tveir fulltrúar eru kjörnir í nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd.
- Fimm fulltrúar eru kjörnir í jafnréttisnefnd, einn frá hverju fræðasviði, og taka þeir aðilar jafnframt sæti í jafnréttisnefnd hvers sviðs.
Á kjörfundi hafa einungis nýkjörnir fulltrúar Stúdentaráðs atkvæðisrétt. Gefi fleiri kost á sér en kosið er um ræður hlutfallskosning. Séu fleiri en einn í framboði í tiltekinni kosningu, hlýtur sá einstaklingur sem fær flest atkvæði embættið, svo sá sem þar eftir kemur og koll af kolli.
Tilnefningar í embætti skal skila til fundarstjóra sem er jafnframt forseti Stúdentaráðs, Rebekku Karlsdóttur, fyrir kjörfund á shi@hi.is eða á fundinum sjálfum.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti á shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans.
Fundardagskrá
- Fundur settur
- Kjör forseta Stúdentaráðs 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
- Kjör varaforseta Stúdentaráðs 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
- Kjör hagsmunafulltrúa Stúdentaráðs 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
- Kjör lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
- Tilnefningar fylkinga í sviðsráð 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
- Tilnefningar fylkinga í nefndir Stúdentaráðs 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
- Kjör Aurora fulltrúa Stúdentaráðs (atkvæðagreiðsla)
- Kjör varafulltrúa í Stúdentaráð 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
- Tilnefningar fylkinga til Háskólaþings 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
- Önnur mál