21. mars, 2022

Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs 2022

Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs fara fram miðvikudaginn 23. og fimmtudaginn 24. mars næstkomandi. Þar munu nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Kosningarnar eru rafrænar og fara fram í gegnum innri vef Háskólans, Ugluna. 

Á kjörskrá eru þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Háskóla Íslands skólaárið 2021-2022. Gesta- og skiptinemar, sem og nemar sem skráðir eru á námsleiðir með stökum námskeiðum, líkt og í Símennt, hafa ekki atkvæðisrétt.

Opnunartími kosningakerfis á Uglu verður með breyttu sniði í ár, en kosningar verða opnar frá kl. 09:00 þann 23. mars til kl. 18:00 þann 24. mars. 

Nemendur á Hugvísindasviði munu ekki geta kosið fulltrúa í Stúdentaráð vegna þess að á sviðinu barst einungis framboð frá fylkingunni Röskvu. Í samræmi við 32. gr. laga Stúdentaráðs eru því Rakel Anna Boulter, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Magnús Orri Aðalsteinsson sjálfkjörin sem fulltrúar stúdenta í Stúdentaráði Háskóla Íslands og sviðsráði Hugvísindasviðs 2022-2023. Stúdentar á Hugvísindasviði eru þó hvattir til að nýta atkvæðisrétt sinn og kjósa fulltrúa stúdenta í háskólaráð Háskóla Íslands en kosningar til háskólaráðs fara fram samhliða kosningum til Stúdentaráðs þann 23. og 24. mars.

Hér að neðan er listi yfir frambjóðendur.

 

Framboðslistar Röskvu:

Háskólaráð:
1.Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir – Læknisfræði
2. Katrín Björk Krisjánsdóttir – Félagsráðgjöf
3. Rebekka Karlsdóttir – Lögfræði
4. Ingvar Þóroddsson – Hagnýtt stærðfræði

Félagsvísindasvið:
1.Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir – Lögfræði
2.Viktor Ágústsson – Viðskiptafræði
3.Diljá Ingólfsdóttir – Félagsráðgjöf
4.Elías Snær Önnuson Torfason – Stjórnmálafræði
5.Þórkatla Björg Ómarsdóttir – Félagsfræði

Heilbrigðisvísindasvið:
1.Andri Már Tómasson – Læknisfræði
2.Sigríður Helga Ólafsson – Sálfræði
3.Dagný Þóra Óskarsdóttir – Hjúkrunarfræði

Hugvísindasvið:
1.Rakel Anna Boulter – Almenn bókmenntafræði
2.Draumey Ósk Ómarsdóttir – Íslenska
3.Magnús Orri Aðalsteinsson – Enska

Menntavísindasvið:
1.Auður Eir Sigurðardóttir – Tómstunda- og félagsmálafræði
2.Ísak Kárason – Íþrótta- og heilsufræði
3.Sigurjóna Hauksdóttir – Uppeldis- og menntunarfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
1.Brynhildur Þorbjarnardóttir – Eðlisfræði
2.Maggi Snorrason – Rafmagns- og tölvuverkfræði
3.Dagmar Óladóttir – Landfræði

 

Framboðslistar Vöku:

Háskólaráð:
1.Birta Karen Tryggvadóttir – Hagfræð
2.Magnea Gná Jóhannsdóttir – Lögfræð
3.Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir – Lýðheilsuvísindi
4.Ellen Geirsdóttir Håkansson – Stjórnmálafræði

Félagsvísindasvið:
1.Dagur Kárason – Stjórnmálafræði
2.Axel Jónsson – Félagsráðgjöf
3.Embla Ásgeirsdóttir – Lögfræði
4.Iðunn Hafsteins – Viðskiptafræði
5.Logi Stefánsson – Viðskiptafræði

Hugvísindasvið:
Ekkert framboð barst

Menntavísindasvið:
1.Ísabella Rún Jósefsdóttir – Uppeldis- og menntunarfræði
2.Bergrún Anna Birkisdóttir – Grunnskólakennarafræði
3.Margrét Rebekka Valgarðsdóttir – Tómstunda- og félagsmálafræði

Heilbrigðisvísindasvið:
1.Telma Rún Magnúsdóttir – Lyfjafræði
2.Jóna Margrét Hlynsdóttir Arndal – Tannlæknisfræði
3.Freyja Ósk Þórisdóttir – Hjúkrunarfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
1.María Árnadóttir – Vélaverkfræði
2.Margrét Ásta Finnbjörnsdóttir – Iðnaðarverkfræði
3.Friðrik Hreinn Sigurðsson – Tölvunarfræði

 

Spurningum varðandi ofangreindar upplýsingar eða framkvæmd kosninga skulu berast til kjörstjórnar Stúdentaráðs á kjor@hi.is.

Deila

facebook icon
linkedin icon