5. april, 2023

Niðurstöður könnunar SHÍ um stöðu foreldra í námi

Könnun Stúdentaráðs um stöðu foreldra í námi var send út á alla nemendur Háskóla Íslands þann 19. apríl 2022. Ekki var hægt að beina henni að afmörkuðum markhóp þar sem engin gögn eru til um það hjá nemendaskrá HÍ hvaða stúdentar eru foreldrar. Fjölskyldunefnd Stúdentaráðs átti frumkvæði að könnuninni og starfsfólk skrifstofu Stúdentaráðs 2021-2022 aðstoðaði við framkvæmd hennar. Nefndin heldur úti eigin samfélagsmiðlum þar sem könnunin var auglýst, auk þess sem að nefndin er með lokaðan Facebook-hóp fyrir foreldra í námi þar sem leitast var eftir svörum. Stúdentaráð sendi út fjöldapóst á nemendur og hvatti til þátttöku ásamt því að deila könnuninni á sínum samfélagsmiðlum og heimasíðu Stúdentaráðs. 

Könnunin stóð opin til og með 28. apríl 2022 og barst 201 svar. Spurningarnar voru 57 talsins og spurt var um persónuhagi, fjárhagsstöðu og kennslumál, bæði á íslensku og ensku. Markmiðið var að kanna stöðu foreldra í námi, einkum í samhengi við Covid-19 og draga fram sjónarmið þessa hóps. 

Niðurstöðurnar sýna að foreldrum í námi reynist erfitt að sinna fjölskyldulífi og námi til jafns. Meirihluta foreldra í námi þykir fæðingarstyrkur námsmanna ekki sinna hlutverki sínu, foreldrar reyna jafnvel að komast hjá því að þiggja hann og í þeim tilfellum sem þau hafa nýtt sér hann er hann ekki nægur. Svarendur töldu barnastyrk Menntasjóðs námsmanna einnig ófullnægjandi. Þá sýndu niðurstöður könnunarinnar einnig að aukin viðvera barna á heimilinu vegna Covid-lokana og manneklu á skólum og leikskólum hafi haft neikvæð áhrif á námsárangur.

Nánar hér á pdf. formi

Deila

facebook icon
linkedin icon