10. júní, 2021

Staða verkefnastjóra hjá Stúdentaráði laus til umsóknar

Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir stöðu verkefnastjóra lausa til umsóknar. 

Um er að ræða tveggja mánaða starf á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs við að annast kortlagningu á fjárhagsstöðu stúdenta hérlendis. Hlutverkið felur í sér að afla upplýsinga og gagna um réttindi stúdenta innan velferðarkerfisins og er markmiðið að fá betri mynd af stöðu þeirra við mismunandi félagslegar aðstæður. Þá skal sérstaklega skoða réttindi stúdenta til atvinnu- og tekjuöryggis, heilbrigðisþjónustu, menntunar  og félagslegrar þjónustu. Verkefnastjóri hefur umsjón með upplýsinga- og gagnaöfluninni í samráði við skrifstofu og stjórn Stúdentaráðs. 

Hæfniskröfur:

  • Áhugi á Stúdentaráði og málefnum stúdenta.
  • Þekking og reynsla á fjármálum, greiningarvinnu og hagrannsóknum
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Vilji og geta til þess að vinna með stúdentaráðsliðum, starfsmönnum skrifstofu Stúdentaráðs og öðrum hagsmunaaðilum ráðsins.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af stjórnun og stefnumótun er kostur.
  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt.

Verkefnastjóri er ráðinn í 100% starf frá 1. júlí til 31. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið fást hjá forseta eða varaforseta Stúdentaráðs í síma 570-0856 eða á netfangið shi@hi.is. Nánar má lesa um áherslur Stúdentaráðs á student.is, undir Útgefnu efni og í tengslum við herferð Stúdentaráðs vegna fjárhagslegs öryggis stúdenta, Eiga stúdentar ekki betra skilið?

Kynningarbréf ásamt ferilskrá og meðmælum skal senda í tölvupósti á netfang ráðsins: shi@hi.is merkt „Verkefnastjóri SHÍ“. Umsóknarfrestur er til kl. 23:59 þann 20. júní 2021. Umsóknir sem berast síðar verða ekki teknar til greina.

Deila

facebook icon
linkedin icon