22. april, 2022
Auglýst í stöður framkvæmdastjóra og ritstjóra 2022-2023
Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir í stöður framkvæmdastjóra og ritstjóra.
Framkvæmdastjóri
Framkvæmdastjóri tekur þátt í að vinna að skilvirkum og góðum starfsháttum á skrifstofu Stúdentaráðs. Hann gætir fjármuna og eigna Stúdentaráðs, vinnur að hagkvæmni í fjárútlátum og heldur upplýsingaflæði milli skrifstofu og Stúdentaráðs.
Framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með fjármálum Stúdentaráðs, umsjón með rekstri skrifstofunnar, þar með talið tímaskráningum starfsfólks hennar og greiðslu launa. Hann sér um samningsgerðir á vegum Stúdentaráðs og eftirfylgni þeirra, sér um auglýsingasöfnun í útgefið efni Stúdentaráðs ásamt því að rita fundargerðir Stúdentaráðs og stjórnar Stúdentaráðs. Auk þess tekur framkvæmdastjóri þátt í daglegum störfum skrifstofunnar í samráði við forseta.
Hæfniskröfur:
- Áhugi á Stúdentaráði og málefnum stúdenta auk virkrar þátttöku í háskólasamfélaginu.
- Þekking og reynsla á fjármálum og bókhaldi.
- Vilji og geta til þess að vinna með Stúdentaráðsliðum, starfsfólki skrifstofu Stúdentaráðs og öðrum hagsmunaaðilum ráðsins.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði.
- Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt.
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Þekking á bókhaldshugbúnaði er kostur.
- Þekking á stjórnsýslu Háskóla Íslands er kostur.
- Reynsla af viðburðastjórnun er kostur.
- Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi.
Framkvæmdastjóri er ráðinn í 40-50% starf út starfsár Stúdentaráðs, eða til 31. maí 2023, með möguleika á framlengingu. Nánari upplýsingar um starfið fást hjá Vöku Lind Birkisdóttur, núverandi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs, á netfangið shi@hi.is.
Kynningarbréf ásamt ferilskrá og meðmælum skal senda í tölvupósti á netfang ráðsins: shi@hi.is merkt „Framkvæmdastjóri SHÍ“.
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2022. Umsóknir sem berast eftir þann tíma eru ekki teknar gildar.
Ritstjóri
Ritstjóri hefur yfirumsjón með útgáfu Akademíunnar sem gefin er út í byrjun skólaársins sem og Stúdentablaðsins sem gefið er út fjórum sinnum á skólaári, tvö blöð á hvoru misseri. Nánari tímasetning fer eftir ákvörðun ritstjóra og skrifstofu Stúdentaráðs. Ritstjóri skipar í ritstjórn og stýrir störfum hennar. Hann sér um dreifingu á Stúdentablaðinu og er ábyrgur fyrir því að birta efni úr því á heimasíðu þess.
Ritstjóri aðstoðar við auglýsingasöfnun en framkvæmdastjóri Stúdentaráðs hefur yfirumsjón yfir henni sem og rekstri blaðsins.
Hæfniskröfur:
- Þekking og áhugi á málefnum stúdenta
- Reynsla af fjölmiðla- og útgáfustörfum
- Reynsla af grafískri hönnun er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking á vefumsjón er kostur
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu
- Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
- Vilji til að vinna með Stúdentaráðsliðum, starfsmönnum skrifstofu Stúdentaráðs og öðrum hagsmunaaðilum ráðsins
- Menntun sem nýtist er kostur
Ritstjóri er ráðinn í 20% vinnu yfir tímabilið 1. júní 2022 til 1. september 2022 og eykst þá hlutfallið í 30% yfir tímabilið 1. september 2022 til 31. maí 2023. Upphaf starfstíma getur þó verið sveigjanlegur eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá Karitas M. Bjarkadóttur, núverandi ritstjóra Stúdentablaðsins, á netfangið studentabladid@hi.is.
Kynningarbréf ásamt ferilskrá og upplýsingum um umsagnaraðila skal skila í gegnum tölvupóst á netfang Stúdentaráðs shi@hi.is merkt „Ritstjóri 2022-2023“. Auk þess er æskilegt að sýn umsækjanda á Stúdentablaðinu og hugmyndir um útgáfur á starfstímabilinu komi fram, og sýnishorn af vinnu sinni ef viðkomandi hefur gegnt ritstörfum áður.
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2022. Umsóknir sem berast eftir þann tíma eru ekki teknar gildar.