12. nóvember, 2021

Tilkynning Stúdentaráðs vegna samfélagsaðstæðna í ljósi fjölgun kórónuveirusmita

Aðstæðurnar sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu vegna fjölda kórónuveirusmita hafa skiljanlega áhrif á umhverfið okkar og þar með andlega líðan, sem getur haft áhrif á nám og framvindu þess.

Aðgerðir stjórnvalda að tillögum sóttvarnaryfirvalda hafa nú verið tilkynntar og verður með nýrri reglugerð hægt að kortleggja betur viðbrögð háskólasamfélagsins. Réttindaskrifstofa Stúdentaráðs á í samskiptum við yfirstjórn háskólans vegna þessa og leitast eftir því að komið sé til móts við stúdenta í ljósi hraðrar útbreiðslu veirunnar, sér í lagi svo skömmu fyrir lokapróf haustmisseris en ekki síður vegna hátíðanna. 

Mikilvægt er að ráðstafanir séu gerðar með heilsu stúdenta og starfsfólks í forgrunni og að þau fjölmörgu tól sem háskólinn hefur lært af á fyrri misserum verði nýtt þannig að hægt verði að ljúka núverandi misseri á öruggan hátt.

Deila

facebook icon
linkedin icon